Description for image 5Description for image 1Description for image 3Description for image 4

Gleðilegt ár 2016!

Nú erum við að prófa margar nýjar lausnir, sérstök áhersla er á þráðlaus samskipti. Við erum með LoRa, RFM96, ESP8266, Zigbee, Zvawe, og marga aðra staðla. Einnig er mikið komið af nýjungum í LED og lýsingarlausnum.
Svo er sumarhúsa tölvan komin með nýjum skynjurum og GSM búnaði.

Arduino námskeið

7. mars 2016 hefst næsta Arduino námkeið okkar sem við höldum í samvinnu við Endurmenntunarskóla Tækniskólans á Skólavörðuholti. Sjá nánar á http://www.tskoli.is/arduino

LOKSINS er RaspberryPI 2 model B kominn!

Þetta er órúlega öflug tölva, risastökk frá gamla PI, passar í flesta kassa sem hannaðir eru fyrir PI B+. Nú er kominn ARMv7 kjarna örgjörvi og því er ekki víst að allir modular séu tilbúnir en það verður mjög fljótt vonandi. Örgjörvinn hefur nú 4 kjarna og minnið er 1GB í stað 512mB. Við mælum með 2A spennugjafa fyrir þetta apparat. Og fyrir þá sem vilja compæla kjarnann sjáfir þá er Adafuit með allt sem þarf hér https://github.com/adafruit/Adafruit-Pi-Kernel-o-Matic

Vantar verkefninu þínu GSM samband!

Erum með margar gerðir af Arduino GSM brettum og stökum lausnum fyrir allt mögulegt. Einnig RapsberryPI og Intel Atom.

Ný sending frá Sparkfun

Vorum að fá nokkra áhugaverða hluti eins og Kinoma tölvuna http://www.kinoma.com/ og róbótinn Mip http://www.wowwee.com/mip/.

Pages

Subscribe to elab.is RSS