Hefðbundnar ljósaperur, glóðarperur eru að hverfa af markaðnum og svokallaðar sparperur að taka við. Annarsvegar eru þetta háþrýstar flúrperur og hinnsvegar LED eða ljósdíóðu perur. Mælieiningar eru einnig að breytast og nú er ekki lengur talað um 25, 40, eða 60watta perur heldur er talað um lúmen og 9wött og 11wött og svo milliamper (mA), einnig er talað um kalda og heita birtu og nú þarf að venjast því að pera sé lengi í gang eða að birtan sé ekki eins og menn voru vanir. Semsagt helmikið sem þarf að pæla í stað þess að setja bar nýja peru í stæðið.