Description for image 5Description for image 1Description for image 3Description for image 4

3D prentaradagar í desember

Elab verður með 3D prentara eins og Makerbot Replicator2 og Ultimaker2 sem eru vinsælustu og mest seldu 3D prentararnir ídag í prófun í desember, og alla regnbogans liti af plasti, bæði ABS og PLA. Að auki verður smíðaður prentari frá grunni úr íhlutum sem við höfum safnað til okkar frá Bandaríkjunum og Kína.
Einnig verða gerðar tilraunir með 3D scanna og fl sem tengist þessu sviði.
Og fyrir þá sem eru miklir listamenn eigum við von á 3D penna þar sem hægt er að teikna í þrívídd.

Vantar þig 3D prentara?

Þá er bara að smíða hann. Elab getur útvegað allt sem þarf, prenthaus, ABS eða PLA plast, mótora, færslubúnað eða bara tilbúinn prentara frá Ultimaker eða Makerbot.
Og ef þú ert kominn með teikningu t.d. STL skrá þá getum við líka hjálpað þér að fræsa steypumót eða koma teikningunn í fjöldaframleiðslu erlendis þar sem þú getur verið með hágæða hlut í höndunum á nokkrum dögum.
Sendu okkur línu mail:elab@elab.is og við komum þér af stað.

Nú aukum við úrvalið

Móðurfélag Elab.is Media ehf hefur nú hafið innflutning á mælitækjum og búnaði til þróunar á rafeinatækjum auk véla og tækja til að fræsa, prenta og skera margvísleg efni. Ef þig vantar öfluga sveiflusjá, generator eða laserskera eins og Epilog þá hafðu samband við ráðgjafa okkar.

Ertu með tillögu um næsta Arduino námskeið?

Nú erum við að fá meira efni og búnað til að nota á næsta Arduino námskeið, gott væri að fá ábendingar um hvað menn vilja sjá tekið fyrir.
YUN kerfin eru að koma aftur og erum við að taka við pöntunum í þau, einnig erum við að fá veðurstöðvar sem tengja má við Arduino brettin.

Næsta Sparkfun sending kemur á mánudag

Þeir sem eiga vörur frá Sparkfun í pöntun hjá okkur eru beðnir að senda póst á okkur og ganga frá greiðslu svo afgreiðsla gangi hratt og vel fyrir sig. Einnig erum við að fá sendinu frá Kína og þeir sem eiga vörur þar eru sömuleiðis beðnir að hafa samband.

Pages

Subscribe to elab.is RSS