Verkefni

SMÍÐAVERKEFNI

Unnið hefur verið í nokkrum þróunarverkefnum að undaförnu í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Vinnumálastofnunar og fl. aðila:

VATNSVERÐI sem er tæki sem koma má fyrir á einfaldan hátt á vatnslögn. Tækið hlustar eftir hljóðum sem rennandi vatn gefur frá sér. Tækið er með rafhlöðu og þráðlausan sendi og sendir boð í safnstöð eða "gátt" sem gefur aðvörun eða sendir boð þegat t.d. vatn fer að renna þegar enginn er heima eða á fyrirfram ákveðnum tímum.

SUNDLAUGARVERÐI sem er tæki sem nemur boð frá armbandi sem sundmaður hefur á hendi eða fæti, tækið sendir aðvörun þegar það nær ákveðnu dýpi án þess að vera á hreyfingu.

RFID AÐGANGS STJÓRNUN er búnað sem verður notaður til að stjórna umgangi um húsnæðið og aðgangi að vélum og tækjum. Jafnframt eru prófuð merki sem setja má í þvott, festa á húsdýr, merkja vörur á lager eða í verslun og fl.

PIR hreyfinemar sem eru innrauðir skynjarar sem verða notaðir í vaktkerfi hússins. Unnið er með margar stærðir og gerðir nema. Einnig nema sem hafa eigin tölvurás.

Fræsing á rafrásaplötum

Verið er að koma upp búnaði til fræsinga á prentplötum til að stytta tímann sem fer í smíði frumgerða, notaðar eru aðferðir sem Fab-Lab smiðjurnar hafa þróað.

3D prentun

Aðstaða er til að prenta þrívíð módel af hlutum sem teiknaðir hafa verið í þrívíðum teiknikerfum, einnig mótasmíði til að stytta framleiðsluferli.

Rafeindaverkefni

Hér verða talin upp nokkur verkefni sem sem eru í vinnslu:
Aflgjafi, smíði 5volta aflgjafa fyrir frumgerðir.